Bjóða Tólfunni til Frakklands

Tólfunni býðst nú flug til Frakklands fyrir leikinn á sunnudag.
Tólfunni býðst nú flug til Frakklands fyrir leikinn á sunnudag. mbl.is/Skapti

Meðlimum stuðningsmannasveitarinnar Tólfunnar hefur verið boðið flug til Parísar þar sem leikur Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum á EM fer fram á sunnudag.

Tekin hefur verið á leigu 180 sæta flugvél sem á að ferja íslenska stuðningsmenn á leikinn í Frakklandi. Flogið er út á föstudag og heim á mánudagskvöldi og hafa um 100 miðar selst.

Frétt mbl.is: WOW býður Tólfunni til Frakklands

Tíu meðlimir Tólfunnar fá ókeypis flugmiða gegn því að allavega 140 einstaklingar kaupi sér flugmiða. Annars kostar flugmiði 129.900 en með miða á völlinn kostar ferðin frá 169.900 upp í 199.900. Verðið fer eftir því hvar sætin eru á vellinum.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á facebooksíðu ferðarinnar.

Áður hafði komið fram að óvíst væri hvort nokkr­ir af helstu stuðnings­mönn­um ís­lenska landsliðsins og meðlim­ir Tólf­unn­ar yrðu á áhorf­endapöll­un­um í Par­ís á sunnu­dag­inn þegar íslenska landsliðið mæt­ir því franska.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin