EM gjöf Skemmtigarðsins

Eiður Smári opnaði garðinn í fyrra.
Eiður Smári opnaði garðinn í fyrra. Árni Sæberg

Til að fagna árangri Íslands í EM í knattspyrnu ætlar Skemmtigarðurinn í Grafarvogi að gefa öllum sem mæta í íslenska landsliðsbúningnum ókeypis í fótboltagolf og minigolf í dag frá kl. 16 til kl. 22 á meðan landrúm leyfir.

Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason vígðu fótboltagolfvöllinn á síðasta ári með upphafsspyrnum og því langaði garðinn að gera þetta til heiðurs landsliðinu. „Og ekki gleyma fólkinu þeirra – eigum við ekki að segja að þessi ókeypis dagur sé í boði íslenska landsliðsins,“ segir Eyþór Guðjónsson hjá Skemmtigarðinum.  

„Einhver sagði við mig að þetta væri ekki EM-tilboð – þetta væri EM-gjöf,“ segir Eyþór og hlær. Fín veðurspá er fyrir daginn, austlæg eða breytileg átt, 3–8 metrar á sekúndu og smá skúrir. Hiti 8 til 14 stig.

Eiður Smári á vellinum.
Eiður Smári á vellinum. Árni Sæberg
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin