„Gæti orðið stærsta útborgun okkar“

Ljóst er að einhverjir hafa veðjað á sigur Íslands á …
Ljóst er að einhverjir hafa veðjað á sigur Íslands á EM. AFP

Danskir veðmangarar sjá fram á að tapa milljónum danskra króna ef íslenska landsliðið stendur uppi sem sigurvegari á Evrópumótinu í knattspyrnu.

„Eins og staðan er núna lítur allt út fyrir að við þurfum að borga út 19 milljónir danskra króna (352 milljónir íslenskra króna) ef Ísland verður Evrópumeistari,“ sagði Peter Emmike Rasmussen frá Danske spil við danska ríkisútvarpið.

„Upphæðin á eingöngu eftir að aukast. Þetta gæti orðið stærsta útborgun okkar frá upphafi,“ bætti Rasmussen við.

Danske spil tapaði fimm milljónum danskra króna (92 milljónum króna) á sigri Íslands gegn Englandi á mánudag. „Þesssir óvæntu atburðir reynast okkur dýrir,“ sagði Rasmussen.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin