Gunnleifi boðið til Parísar en kemst ekki

Gunnleifur Gunnleifsson verður á Kópavogsvelli á sunnudaginn og getur þar …
Gunnleifur Gunnleifsson verður á Kópavogsvelli á sunnudaginn og getur þar með ekki þegið boð um að sjá félaga sína leika á Stade de France. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, sem lengi átti sæti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu, getur ekki þegið boð um að fara til Parísar og sjá viðureign Íslands og Frakklands á EM í fótbolta á sunnudaginn. Hann þarf sama dag að leika með félögum sínum í Breiðabliki gegn ÍBV í Borgunarbikarnum.

Gunnleifur þakkar í dag á twittersíðu sinni Vífilfelli fyrir að hafa boðið þeim hjónum á leikinn í París á sunnudaginn. Hann segist því miður ekki geta þegið boðið vegna leiksins.

Gunnleifur átti árum saman sæti í íslenska landsliðinu og var m.a. fastamaður í landsliðshópnum í undankeppni EM. Hann hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna þegar hópurinn fyrir Frakklandsferðina var valinn. 

Margir skoruðu á KSÍ að bjóða Gunnleifi á leikinn á sunnudaginn. 

Leikur Breiðabliks og ÍBV í Borgunarbikarnum hefst klukkan 14 á sunnudaginn á Kópavogsvelli. Fimm tímum síðar hefur íslenska landsliðið leik gegn franska landsliðinu á Stade de France í St. Denis í 8-liða úrslitum EM.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin