„Höndin á honum er ekki föst í ruslakvörn“

Stephen Colbert.
Stephen Colbert. AFP

Banda­ríski spjallþátta­stjórn­and­inn Stephen Col­bert gerði sigur Íslands gegn Englandi að umfjöllunarefni í þætti sínum. „Ísland, minnsta þjóðin í mótinu, vann England 2:1,“ sagði Colbert og uppskar mikil fagnaðarlæti áhorfenda. 

„Þetta er það versta sem hefur komið fyrir England í fjóra daga,“ bætti Colbert við en sem kunnugt er hafa Bretar ákveðið að segja skilið við Evrópusambandið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þess efnis fyrir helgi.

Colbert er hrifinn af íslenska íþróttalýsandanum, Guðmundi Benediktssyni, og því hversu spenntur hann er á ögurstundu. „Ég vil fullvissa áhyggjufulla áhorfendur um að höndin á honum er ekki föst í ruslakvörn,“ sagði Colbert um öskrin sem Guðmundur rak upp þegar ljóst var að Ísland væri á leið í 8-liða úrslitin.

Þáttastjórnandinn sagði landsliðið hafa fagnað með nánast öllum landsmönnum eftir leik enda væru um 10% Íslendinga í Frakklandi. „Það eru svo fáir á Íslandi núna að það er eins og Ísland.“

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin