Missir af tónleikum með Beyonce

Leikmenn Wales fögnuðu sigri Íslands.
Leikmenn Wales fögnuðu sigri Íslands. AFP

Leikmenn Wales segjast ekki hafa ætlað að sýna enska landsliðinu einhverja óvirðingu með því að fagna sigri Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu.

„Við fylgjumst með og styðjum litlu liðin í keppninni, allt frá Albaníu til Ungverjalands. Þau hleypa miklu lífi í mótið,“ sagði liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea, Neil Taylor, og segir myndskeiðið ekki hafa átt að lítilsvirða enska liðið.

„Enginn hafði trú á Íslandi. Ég þekki Gylfa og hann ræddi við mig um íslenska liðið og þeirra gildi. Við sáum það þegar þeir komust á mótið og í lokamótinu sjálfu hafa þeir verið frábærir. Helmingurinn af fagnaðarlátunum snerist um hversu vel Ísland stendur sig en ég skil hvernig þetta leit út. Leikmannahópurinn heldur með Íslandi,“ bætti Taylor við.

Wales er komið í 8-liða úrslit, eins og Ísland, en leikmenn bjuggust ekki við því. „Við ætluðum okkur alltaf að fara eins langt og mögulegt væri. Ég átti hins vegar miða á Beyonce-tónleika í vikunni. Ég keypti þá vegna þess að konan mín á afmæli og taldi mig vera búinn að kaupa fullkomna afmælisgjöf!“ sagði Taylor sem kemst ekki á tónleikana vegna þess að Wales mætir Belgíu í 8-liða úrslitum á föstudaginn.

Myndskeið af fagnaðarlátum leikmanna Wales eftir leik Íslands og Englands má sjá hér fyrir neðan:

Neil Taylor fagnar sigri með dóttur sinni.
Neil Taylor fagnar sigri með dóttur sinni. AFP
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin