Öll Evrópa með augun á Ragnari

Martin Dahlin, umboðsmaður Ragnars Sigurðssonar, er mjög upptekinn að taka við símtölum frá liðum sem vilja fá Ragnar til liðs við sig.

„Áhuginn á Ragnari er út um allt. Það eru nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni áhugasöm að fá hann í sínar raðir og áhuginn hefur svo sannarlega ekki minnkað eftir leikinn á móti Englendingum,“ segir Dahlin í samtali við sænska blaðið Göteborg Posten.

Fram kom á mbl.is fyrr í dag að ensku úrvalsdeildarliðin Leicester, Tottenham og Liverpool eru öll með Ragnar í sigtinu sem hefur leikið sérlega vel á Evrópumótinu og aldrei betur en í leiknum gegn Englendingum þar sem hann var kjörinn maður leiksins og pakkaði hverjum enska sóknarmanninum á fætur öðrum sundur og saman.

Dahlin segir að áhuginn sé ekki bara bundinn við England. Hann segir að lið í Þýskalandi og Ítalíu séu með Ragnar í sigtinu en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við rússneska liðið Krasnodar.

„Ragnar er ánægður í Krasnodar og er þar með góðan samning en komi rétta tilboðið fyrir hann og félagið þá getur allt gerst,“ segir Dahlin við sænska blaðið.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin