Syndir í kringum Ísland ef við vinnum EM

Heimir mælir ekki með því að menn syndi við Ísland.
Heimir mælir ekki með því að menn syndi við Ísland. AFP

Franski ólympíumeistarinn í sundi, Yannick Agnel, hefur lofað því að hann muni synda í kringum Ísland ef liðið verður Evrópumeistari í knattspyrnu. 

Frakkland og Ísland mætast í 8-liða úrslitum mótsins á sunnudag en Ísland sigraði England sem kunnugt er í 16-liða úrslitum á mánudag. „Ef Ísland vinnur EM syndi ég hringinn í kringum landið,“ skrifaði Agnel á Twitter eftir sigur Íslands á mánudag.

Annar landsliðsþjálfara Íslands, Heimir Hallgrímsson, mælir ekki með því að fólk syndi í kringum landið. „Ég bý á eyju sunnan við landið og það tekur þrjá tíma að sigla upp á meginlandið. Ég ráðlegg engum að synda við Ísland,“ sagði Heimir eftir spurningu frá blaðamanni Aftonbladet.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin