Þrjú töp Frakka í vítaspyrnukeppni

Byrjunarlið Frakka í leiknum gegn Írum.
Byrjunarlið Frakka í leiknum gegn Írum. AFP

Það hefur gengið upp og ofan hjá Frökkum þegar þeir hafa farið í vítaspyrnukeppni á stórmótum í fótbolta.

Frakkar mæta Íslendingum í 8-liða úrslitunum á Evrópumótinu í knattspyrnu á Stade de France á sunnudagskvöldið og hver veit nema úrslitin ráðist á vítapunktinum.

Sex sinnum hefur þurft að útkljá leiki Frakka á stórmótum í vítaspyrnukeppni. Þrisvar hafa þeir haft betur en í þrígang hafa þeir þurft að lúta í lægra haldi.

Svona er árangur Frakka í vítakeppnum á stórmótum:

1982: Undanúrslit á HM. 5:4 tap fyrir Vestur-Þjóðverjum
1986: 8-liða úrslit á HM. 4:3 sigur gegn Brasilíumönnum
1996: Átta liða úrslit á EM: 4:3 sigur gegn Hollendingum
1996: Undanúrslit á EM: 5:6 tap fyrir Tékkum
1998: Átta liða úrslit á HM: 4:3 sigur gegn Ítölum
2006: Úrslitaleikur á HM: 3:5 tap á móti Ítölum

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin