Var látinn spila veikur

Kolbeinn fagnar marki sínu á móti Englendingum ásamt Jóhanni Berg …
Kolbeinn fagnar marki sínu á móti Englendingum ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni og Kára Árnasyni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Einn leikmanna enska landsliðsins sem var í byrjunarliðinu í ósigri þess gegn Íslendingum í 16-liða úrslitum Evrópumótsins hefur greint frá því að hann hafi verið veikur en Roy Hodgson hafi engu að síður ákveðið að tefla honum fram.

Leikmaðurinn sem um ræðir er miðjumaðurinn Eric Dier. Hann lék fyrri hálfleikinn en var skipt út af í hálfleik fyrir Jack Wilshere.

Dier kvartaði yfir veikindum sínum og að vera með hita á vellinum í upphitun fyrir leikinn í Nice og læknateymi enska liðsins spjallaði við hann. Í kjölfarið kom Hodgson út til að kanna ástand leikmannsins og ræddi síðan við Jordan Henderson með það fyrir augum að láta hann spila í stað Diers en ákvað svo að lokum að láta Dier byrja.

Dier átti frábæra leiki með enska landsliðinu í riðlakeppninni en var mjög ólíkur sjálfum sér í leiknum á móti Íslandi og veikindum var þar greinilega um að kenna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin