Vildi að við enduðum eins og Leicester

Strákarnir nýbúnir að fagna marki Kolbeins Sigþórssonar á móti Englendingum.
Strákarnir nýbúnir að fagna marki Kolbeins Sigþórssonar á móti Englendingum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Erlendir fjölmiðlar hafa gert mikið af því að bera saman íslenska landsliðið og Leicester City sem varð Englandsmeistari í vor.

„Ég vildi að við enduðum mótið eins og Leicester og mér finnst bara sami liðsandi hjá okkur og Leicester þar sem menn vinna hver fyrir annan,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar af þjálfurum íslenska landsliðsins, á fréttamannafundi í Annecy í Frakklandi í morgun en íslenska liðið hefur nú hafið undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM sem fram fer á Stade de France á sunnudagskvöldið.

„Frakkarnir eru með fullt af hæfileikaríkum leikmönnum í sínu liði. Varamenn hafa komið inn á og gert út um leiki. Þeir hafa þreytt andstæðinginn og skorað oft í enda leiks,“ sagði Heimir.

„Eins og í leiknum við England verður pressan meiri á Frökkum. Við erum ekki með þá pressu á okkur að verða að vinna en að sjálfsögðu förum við í leikinn með því hugarfari að vinna. Við lærðum mikið af leiknum á móti Austurríki og í leiknum á móti Englendingum náðum við að færa baráttuna fjær teignum,“ sagði Heimir.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin