„Ekki hafa áhyggjur af Pogba“

Patrice Evra, Kingsley Coman og Paul Pogba ræða málin á …
Patrice Evra, Kingsley Coman og Paul Pogba ræða málin á æfingu franska liðsins í gær. AFP

Franska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir íslenska landsliðinu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France í París á sunnudag en Patrice Evra, fyrirliði liðsins, varði þar Antoine Griezmann og Paul Pogba á blaðamannafundi.

Mikil gagnrýni hefur legið á Pogba á þessu móti en helstu spekingar telja að hann hafi spilað undir getu. Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og sérfræðingur á BBC, gaf það í skyn á dögunum að Pogba væri sennilega ofmetnasti leikmaður heims en miðjumaðurinn svaraði þó með frábærri spilamennsku gegn Írum í 16-liða úrslitum.

Evra, sem er samherji Pogba hjá Juventus, tók upp hanskann fyrir hann á blaðamannafundi og sagði fólki að hafa ekki áhyggjur af honum.

„Það halda allir að ég sé pabbi hans Pogba. Þetta snýst ekki bara um Paul, heldur líka Griezmann, en látið þá aðeins í friði,“ sagði Evra.

„Paul vill gera vel og vill ná árangri en það er ekki alltaf hægt. Honum líður mjög vel og hann er ánægður. Hann mun svara gagnrýninni eins og Griezmann gerði í síðasta leik,“ sagði Evra að lokum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin