Frægur leikur fyrir 17 árum (myndskeið)

Eiður Smári lagði upp jöfnunarmarkið á Stade de France fyrir …
Eiður Smári lagði upp jöfnunarmarkið á Stade de France fyrir 17 árum. mbl.is/ Skapti Hallgrímsson

Frakkland og Ísland mættust í frægum leik á Stade de France í undankeppni EM árið 1999 en liðin eigast við á sama stað í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á sunnudagskvöldið.

Frakkar, sem voru þá ríkjandi heimsmeistarar og hömpuðu Evrópumeistaratitlinum ári síðar, höfðu betur, 3:2. Frakkar komust í 2:0 en Íslendingum tókst að jafna í seinni hálfleik.

Eyjólfur Sverrisson minnkaði muninn með glæsilegu marki úr aukaspyrnu og Brynjar Björn Gunnarsson jafnaði metin eftir undirbúning Eiðs Smára Guðjohnsen, sem er í EM-hóp Íslendinga í dag. Frakkar náðu svo að tryggja sér sigurinn en sjá má brot úr leiknum í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin