Portúgal í undanúrslit

Cristiano Ronaldo og félagar eru komnir í undanúrslit.
Cristiano Ronaldo og félagar eru komnir í undanúrslit. AFP

Portúgal er komið áfram í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu eftir að hafa lagt Pólland eftir vítaspyrnukeppni í Marseille í Frakklandi. Rui Patricio varði frá Jakub Blaszczykowski í vítaspyrnukeppninni.

Pólska liðið byrjaði af krafti í dag en Robert Lewandowski opnaði markareikninginn sinn á mótinu strax á 2. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Kamil Grosicki. Það kom fyrirgjöf af vinstri vængnum og Lewandowski kom knettinum í netið úr miðjum teignum.

Renato Sanches jafnaði metin á 33. mínútu með góðu marki fyrir utan teig. Sanches er næst yngsti leikmaður sögunnar til þess að byrja leik á Evrópumótinu en Wayne Rooney heldur ennþá metinu sem yngsti leikmaðurinn er hann spilaði á EM 2004.

Portúgalska liðið var töluvert betra í síðari hálfleiknum og skapaði liðið sér urmul af færum en nýttu ekki. Ronaldo komst einn í gegn á 86. mínútu en hitti ekki boltann.

Það var ekki mikið um færi í framlengingunni. Portúgalska liðið var líklegra en þrátt fyrir stífa pressu tókst liðinu ekki að skora og fór leikurinn því í vítaspyrnukeppni þar sem Portúgal hafði betur 5:3.

Jakub Blaszczykowski klúðraði fjórðu spyrnu pólska liðsins á meðan portúgalska liðið nýtti öll vítin.

Portúgal er því komið áfram í undanúrslit Evrópumótsins en liðið mætir Belgíu eða Wales.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leik lokið. Portúgal er komið í undanúrslit Evrópumótsins og mætir þar Wales eða Belgíu.

5:3 - RICARDO QUARESMA SKORAR!!! Þrumaði boltanum uppi vinstra megin.

4:3 - JAKUB BLASZCZYKOWSKI KLÚÐRAR!! Patricio ver frá honum í hægra horninu. VÁ!

4:3 - NANI SKORAR ÖRUGGLEGA!! Setur boltann hægra megin, við skeytin.

3:3 - KAMIL GLIK SKORAR!! Þrumar knettinum vinstra megin á markið. Markverðirnir fá ekkert hrós í dag, enn sem komið er.

3:2 - JOAO MOUTINHO SKORAR!! Öruggt enn og aftur. Þægilegt vinstra megin.

2:2 - ARKADIUSZ MILIK SKORAR!! Öruggt í vinstra hornið.

2:1 - RENATO SANCHES SKORAR!! Þrumaði knettinum upp í vinstra hornið.

1:1 - ROBERT LEWANDOWSKI SKORAR!! Þetta var jafn öruggt. Sendi Patricio í vitlaust horn.

0:1 - CRISTIANO RONALDO SKORAR!! Öruggt í vinstra hornið. Fabianski valdi vitlaust horn.

Vítaspyrnukeppni

120. Það er búið að flauta þetta af. Við fáum vítaspyrnukeppni í Marseille.

118. Lítið að gerast þessa stundina. Bæði lið að sætta sig við að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara fjör.

106. Síðari hálfleikur hafinn.

Hálfleikur.

100. Milik með skot rétt yfir markið. Ágætis tilraun hjá honum.

98. Nani með skalla framhjá markinu eftir fyrirgjöf frá hægri. Portúgal er að reyna að koma inn marki. Þeir nenna ekki í vítaspyrnukeppni.

94. Portúgal er líklegri aðilinn þessa stundina. Eru að skapa mikla hættu en vantar þó enn nokkuð upp á.

91. Framlengingin er komin af stað.

Framlenging

90. Það er búið að flauta af. Það er framlengt í Marseille.

86. RONALDO KLÚÐRAR DAUÐAFÆRI! Það kom bolti yfir vörnina og Ronaldo var kominn einn gegn Fabianski en hittir ekki boltann. Mjög svipað og gerðist gegn Íslandi.

81. Næstum því sjálfsmark!! Pepe reynir sendingu inn í teig en boltinn fer af Jedrzejczyk og rétt framhjá markinu.

79. JOSE FONTE MEÐ SKALLA!! Frábær hornspyrna sem ratar á hausinn á Fonte en skalli hans fer beint á Fabianski.

64. CEDRIC MEÐ ÞRUMUSKOT!! Ronaldo lagði boltann út fyrir Cedric sem kom á ferðinni en skotið rétt framhjá.

56. RONALDO!!! Nani með frábæra sendingu vinstra megin í teiginn og þar var Ronaldo mættur en skot hans fór í hliðarnetið.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

Hálfleikur. 

37. Pólverjar með hápressu. Nálægt því að komast aftur yfir en þetta endar með broti á Ronaldo. Portúgalska liðið stálheppið þarna og Rui Patricio að hafa sig allan í vörslurnar.

33. MAAAAARK!!! Pólland 1:1 Portúgal. RENATO SANCHES AÐ JAFNA!!! Nani fann Sanches fyrir utan teiginn og hann lét vaða. Boltinn hafði viðkomu af varnarmanni en það er ekki spurt að því.

30. Nú vill Ronaldo fá vítaspyrnu. Það var bakhrinding inn í teig en ekkert dæmt. Maður hefur oft séð dómara dæma á þetta. Pólverjar stálheppnir.

28. RONALDO!!! Hann kemst í gott skotfæri rétt fyrir utan teig en Fabianski ver örugglega frá honum. Þarna átti Ronaldo að gera betur.

17. LEWANDOWSKI!! Rui Patricio varði frábærlega þarna frá pólska framherjanum. Hann er kominn í gang. Portúgalska liðið er búið að sækja síðustu mínútur en lítið gengið þó. Pólverjar eru enn yfir.

2. MAAAAAAARK!!! Pólland 1:0 Portúgal. ROBERT LEWANDOWSKI AÐ OPNA MARKAREIKNINGINN. Kamil Grosicki með frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í teig og þar er Lewandowski sem klárar örugglega. Klassískt Lewandowski mark.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Þjóðsöngvarnir eru spilaðir og það styttist í leik. Komast Ronaldo og félagar áfram í undanúrslitin?

0. Byrjunarliðin verða birt innan skamms.

Pólland: Fabianski; Piszczek, Glik, Pazdán, Jedrzejczyk; Blaszczykowski, Krychowiak, Maczýnski, Grosicki; Milik, Lewandowski.

Portúgal: Rui Patrício; Cédric, Pepe, Fonte, Eliseu; William Carvalho, Adrien, João Mário, Sanches; Nani, Ronaldo

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin