Ronaldo þarf að leysa rembihnút í kvöld

Cristiano Ronaldo á æfingu í Frakklandi. Í kvöld tekur alvaran …
Cristiano Ronaldo á æfingu í Frakklandi. Í kvöld tekur alvaran við. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu í fótbolta hafa enn ekki tapað mótsleik undir stjórn þjálfarans Fernando Santos, heldur unnið átta og gert þrjú jafntefli. Robert Lewandowski og félagar í pólska landsliðinu hafa aðeins fengið á sig eitt mark á EM í Frakklandi til þessa, og það kom úr undraverðri hjólhestaspyrnu. Eitthvað verður undan að láta í kvöld þegar þjóðirnar mætast í fyrsta leik 8-liða úrslitanna.

„Ég held að þetta verði mjög jafn leikur. Leikmenn mínir vita það. Pólverjar komust hingað á eigin verðleikum,“ sagði Santos, þjálfari Portúgals. Aðspurður hvort leikurinn gæti orðið eins og leikur Portúgals við Króatíu, þar sem hvorugu liðinu tókst að koma skoti á mark í venjulegum leiktíma, svaraði hann:

„Auðvitað mun þessi leikur snúast um herkænsku. Stundum færðu rembihnút sem er afar erfitt að losa,“ sagði Santos.

Ronaldo á möguleika á því að jafna met Frakkans Michel Platini, sem skoraði níu mörk samtals á þeim Evrópumótum sem hann spilaði á. Ronaldo hefur að vísuaðeins skorað tvö mörk í 12 leikjum í útsláttarkeppni á stórmóti. Ronaldo, sem hefur leikið fleiri leiki á Evrópumóti en nokkur annar leikmaður, gæti litið á mótið sem kærkomið tækifæri til að skáka sínum helsta keppinauti, Lionel Messi, sem mistókst að verða suður-amerískur meistari með Argentínu um síðustu helgi. Tapi Ronaldo í kvöld er aftur á móti spurning hvort hann kjósi að hætta með landsliði sínu, eins og Messi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin