Skilaboð til Íslendinga: Gleymið Leicester

Landsliðshópurinn á æfingu í Annecy í dag.
Landsliðshópurinn á æfingu í Annecy í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Einn meðlimur í starfsliði Englandsmeistara Leicester City segir íslenska landsliðinu að hætta að hugsa um Leicester á Evrópumótinu í Frakklandi.

Leicester varð í vor Englandsmeistari, sem varla nokkur enginn lifandi maður hafði spáð, og margir hafa líkt gengi Íslands á Evrópumótinu við Leicester. Svipaður íbúafjöldi er í Leicester og á Íslandi eða um 330 þúsund manns.

„Ekki byrja að dreyma því um leið og þú gerir það ferð þú að hugsa um afleiðingar úrslitanna,“ segir Ken Way, sálfræðingur Leicester-liðsins, í samtali við AP-fréttastofuna.

„Ef þú ferð að hugsa þannig og segja; við gætum farið í undanúrslitin, við gætum farið í úrslitaleikinn og við gætum orðið Evrópumeistarar þá tekurðu orku og einbeitingu frá þér. Þeir ættu að gleyma Leicester,“ segir Way.

Þótt Way sé að hvetja Íslendinga til að leggja til hliðar samanburð við Leicester sér hann hliðstæður.

„Þú sérð víkingaviðhorf þeirra. Wes Morgan (fyrirliði Leicester) talaði um það á síðasta ári að vera hluti bræðra sem myndu deyja hver fyrir annan inni á vellinum. Þetta er mjög ákveðinn liðsandi hjá íslenska liðinu eins og hjá okkur.“

Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, á sunnudagskvöldið.

 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin