Íslensku veislunni lýkur á sunnudag

Íslendingar fagna sigrinum gegn Englendingum á mánudaginn.
Íslendingar fagna sigrinum gegn Englendingum á mánudaginn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þrír sérfræðingar danska ríkisútvarpsins, DR, eru sammála um að þátttöku íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi ljúki á sunnudaginn.

Ísland mætir gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitunum á EM á Stade de France á sunnudagskvöld.

„Íslensku veislunni lýkur á sunnudaginn. Frakkland vinnur, 2:0. Maður myndi halda að franska liðið væri sterkara en það enska,“ segir Marco de los Reyes hjá DR.

„Íslendingar munu selja sig dýrt en liðið hefur spilað fjóra hörkuleiki með sama byrjunarliðið. Frakkar eru tvímælalaust sigurstranglegri,“ segir Andreas Kraul.

„Ég hef ekki trú á öðru en frönskum sigri en samt er ekki hægt að afskrifa íslenska liðið,“ segir Henrik Liniger.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin