Svíar vilja Íslandsleikinn

Íslenska landsliðið á æfingu í Annecy í dag.
Íslenska landsliðið á æfingu í Annecy í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Langflestir sænskir knattspyrnuáhugamenn telja að viðureign Frakklands og Ísland sé áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í Frakklandi.

Næstum því tveir þriðju hlutar þeirra eru á þessari skoðun, hátt í helmingi fleiri en þeir sem telja viðureign stórveldanna Þýskalands og Ítalíu áhugaverðasta.

Hinir tveir leikirnir, Portúgal - Pólland og Wales - Belgía, mælast varla í þessari könnun sem nú er í gangi hjá Aftonbladet.

Staðan þar rétt í þessu var svona:

61,66% Frakkland - Ísland
34,04% Þýskaland - Ítalía
  2,36% Pólland - Portúgal
  1,94% Wales - Belgía

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin