Tveir í banni hjá Frökkum

Franska landsliðið.
Franska landsliðið. AFP

Frakkar verða með tvo leikmenn í banni þegar þeir mæta Íslendingum í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í úthverfi Parísar á sunnudagskvöldið.

Miðjumaðurinn N'Golo Kante og varnarmaðurinn Adil Rami taka báðir út leikbann.

Líklegt byrjunarlið Frakka að mati sérfræðinga UEFA:

Lloris; Sagna, Koscielny, Umtiti, Evra; Pogba, Cabaye, Matuidi; Griezmann, Giroud, Payet.

Enginn af íslensku leikmönnunum er í banni en níu eru á hættusvæði. Fái þeir spjald í leiknum spila þeir ekki í undanúrslitunum ef Ísland kemst í þau. Leikmennirnir eru:

Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Ari Freyr Skúlason, Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin