Upplifðu EM-stemninguna á Íslandi

Guðjón Valur með félögum sínum.
Guðjón Valur með félögum sínum. Ljósmynd/twitter

Þrír af núverandi og fyrrverandi samherjum landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Barcelona voru á Íslandi þar sem þeir upplifðu EM-stemninguna sem ríkir á landinu.

Eduardo Gurbindo, Gonzalo Pérez De Vargas og David Balaguer Romeu voru með Guðjóni Val á Íslandi á dögunum og þeir voru allir klæddir í íslenska landsliðstreyju þegar þeir fylgdust með Íslendingum vinna Englendinga í sögulegum leik ásamt þúsundum Íslendinga á Arnarhóli.

Guðjón Valur fór með félögum sínum á nokkra staði á landinu, þar á meðal í vélsleðaferð á Langjökul.

Guðjón Valur hefur sagt skilið við Barcelona og er genginn í raðir síns gamla félags í Þýskalandi, Rhein-Neckar Löwen.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin