Verðum að hrósa Íslandi

Frank Lampard.
Frank Lampard. AFP

„Það er slæmt að vera sleginn út úr stórmóti og strákarnir léku undir getu. Það er ekki hægt að fegra sannleikann,“ sagði fyrrverandi enski landsliðsmaðurinn Frank Lampard eftir að Ísland sigraði England í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu.

Lampard lék 106 landsleiki og tók þátt í fjórum stórmótum en komst aldrei lengra en í 8-liða úrslit. England komst síðast í undanúrslit í stórmóti á Evrópumótinu fyrir tuttugu árum.

„Hins vegar verðum við að hrósa Íslandi, þetta er frábært afrek hjá þeim. Mér fannst vinnusemin hjá leikmönnum íslenska liðsins ótrúleg og þeir eiga hrós skilið,“ sagði Lampard en honum finnst samt að enska liðið hefði átt að hafa betur gegn því íslenska:

„Miðað við gæði okkar leikmanna ættum við að vinna þá (Íslendingana). Strákarnir vita það og framundan eru erfiðir tímar fyrir ensku leikmennina. Ég finn til með leikmönnunum vegna þess að þeir vilja vinna stórmót,“ bætti Lampard við.

Strákarnir fagna sigrinum gegn Englandi.
Strákarnir fagna sigrinum gegn Englandi. AFP
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin