Við erum öll íslensk núna (myndskeið)

Íslendingar sem eru á ferðalagi í Noregi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa af leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum á EM í knattspyrnu. 

Norðmenn hafa tekið Íslandi ástfóstri og ætla að opna heimili sín fyrir Íslendingum, til að þeir geti horft á leikinn á sunnudaginn kemur. „Enginn reiknaði með því að Ísland næði svona langt,“ segir Ola-Christian Amundsen, sem er í forsvari fyrir Íslandsátakið.

„Þeir sem bókuðu ferðalög sín og gleymdu EM eða reiknuðu ekki með því að Ísland næði svona langt geta núna fundið norsk heimili. Það gerir fólk í gegnum app sem heitir Match Maker en þar er hægt að bóka sæti á norsku heimili til að horfa á leikinn,“ bætti Amundsen við.

„Enginn Íslendingur má missa af þessu sögulega tækifæri. Ísland er okkar lið, við erum öll íslensk núna,“ sagði Amundsen.

Slóðina til að finna hús í Noregi til að horfa á leikinn má finna hér: http://matchmaker.rikstv.no/ 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin