Yngstur á eftir Rooney

Renato Sanches skoraði í kvöld.
Renato Sanches skoraði í kvöld. AFP

Renato Sanches, leikmaður portúgalska landsliðsins í knattspyrnu, varð í kvöld næst yngsti leikmaðurinn í sögu Evrópumótsins til þess að byrja mótsleik. Hann er þá yngsti leikmaðurinn sem skorar í útsláttarkeppni á mótinu.

Sanches er í byrjunarliði Portúgals sem leikur gegn Póllandi. Staðan í leiknum er 1:1 en Robert Lewandowski kom Pólverjum á bragðið á 2. mínútu áður en Sanches jafnaði eftir hálftímaleik.

Hann er aðeins 18 ára og 317 daga gamall en hann gekk til liðs við Bayern München áður en Evrópumótið fór af stað.

Hann er því næst yngsti leikmaður sem byrjar inná frá upphafi en Wayne Rooney, fyrirliði Englands, er yngsti leikmaðurinn til að byrja leik á mótinu. Hann var 18 ára og 244 daga gamall er hann byrjaði á EM 2004.

Sanches náði þó í annað met en hann er yngsti markaskorarinn í útsláttarkeppni Evrópumótsins.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin