Birkir hefur heillað Evra

Patrice Evra er nýr aðdáandi Birkis Bjarnasonar.
Patrice Evra er nýr aðdáandi Birkis Bjarnasonar. AFP

Patrice Evra, fyrirliði franska landsliðsins í knattspyrnu, var heillaður af frammistöðu Birkis Bjarnasonar í leiknum gegn Englandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins á mánudag, en Frakkland mætir Íslandi á sunnudag í 8-liða úrslitum mótsins.

Gestgjafarnir hafa verið öflugir á mótinu en liðið vann A-riðilinn áður en það lagði Írland að velli í 16-liða úrslitum 2:1.

Ísland hefur ekki heldur tapað leik á mótinu en hefur þurft að fara erfiðari leið en Frakkar. Ísland gerði jafntefli við Portúgal og Ungverjaland í F-riðli áður en liðið vann Austurríki 2:1 í lokaleiknum.

Íslenska liðið lagði svo England að velli á mánudag en honum fannst einn leikmaður standa upp úr.

„Ég þekki nokkra af þessum strákum frá því ég spilaði á Englandi eins og Gylfa Þór Sigurðsson,“ sagði Evra.

„Birkir Bjarnason, sem er í treyju númer 8, heillaði mig þó í leiknum gegn Englandi. Hann tapaði aldrei boltanum. Árangur þeirra á mótinu er hættur að koma mér á óvart, þeir eiga skilið að vera í þessari stöðu,“ sagði Evra að lokum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin