Björn dæmir hjá Íslandi

Björn Kuipers.
Björn Kuipers. AFP

Hollendingurinn Björn Kuipers dæmir viðureign Frakka og Íslendinga í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, á sunnudagskvöld.

Kuipers, sem er 43 ára gamall, hefur verið FIFA-dómari frá árinu 2006. Hann hefur dæmt marga stórleiki, þar á meðal úrslitaleikinn í Meistaradeildinni árið 2014 og úrslitaleikinn í Evrópudeildinni árið 2013.

Hollendingurinn hefur dæmt tvo leiki á Evrópumótinu. Hann dæmdi viðureign Þjóðverja og Pólverja á Stade de France og leik Króata og Spánverja í Bordeaux.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin