Brjálaðist eftir tapið gegn Íslandi - myndskeið

Wayne Rooney og félagar eru úr leik.
Wayne Rooney og félagar eru úr leik. AFP

Einn stuðningsmaður enska landsliðsins er rúmlega þremur milljónum fátækari eftir 2:1-tap Englands gegn Íslandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins en óhætt er að segja að hann hafi gersamlega misst sig eftir leikinn.

Maðurinn var staddur í Nice á mánudag og fékk að upplifa sögulega atburði er íslenska landsliðið kom sér áfram í 8-liða úrslit Evrópumótsins.

Hann var þó ekkert sérstaklega ánægður með enska liðið enda hafði hann veðjað rúmlega þremur milljónum króna á sigur Englands. Maðurinn gegndi einnig öðru hlutverki á leiknum en hann var klæddur upp sem lukkudýr til þess að safna peningum fyrir Booby Moore-sjóðinn auk þess sem hann var að safna fyrir rannsóknum á lækningu krabbameins.

Hægt er að sjá myndband af manninum sturlast á leiknum á mánudag.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin