„Erfitt að finna veikleika á honum“

Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson á fréttamannafundi í …
Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson á fréttamannafundi í Annecy í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu segist vel tilbúinn að glíma við Dmitri Payet þegar Ísland mætir Frakklandi i 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudagskvöld.

Birkir kemur til með að glíma við Payet sem fór á kostum með West Ham í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hefur skorað 2 mörk Frakka á EM.

„Payet er gæða leikmaður sem alltaf spilar vel. Ég mun reyna að láta hann ekki komast á hægri fótinn en það er erfitt að finna veikleika á honum. Hann getur gerst flest með boltann,“ sagði Birkir Már á fréttamannafundi í Annecy í Frakklandi í morgun en hann pakkaði Raheem Sterling saman þegar Íslendingar unnu sigurinn eftirminnilega gegn Englendingum á mánudaginn.

„Maður þekkir þessa leikmenn út og inn og veit hverju þeir eru góðir í og því hefur maður smá forskot þar sem þeir vita lítið um okkur. Ég átti í smá vandræðum með hann fyrstu 10 mínúturnar en svo náði ég góðum tökum á honum og mér leið inni á vellinum,“ sagði Birkir Már.

Um muninn að spila með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og í sænsku deildinni þar sem hann spilar með Hammarby sagði Birkir; „Mesti munurinn er hraðinn og leikmennirnir eru tæknilega betri. Á EM er manni yfirleitt refsað fyrir mistök en það gerist ekki alltaf í Svíþjóð.“

Um viðureignina við Frakka sagði Birkir Már; „Ég met franska liðið betra heldur en það enska. Einstaklingarnir í liðunum eru kannski svipaðir að getu en liðið er betra hjá Frökkunum.“

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin