Forðaðist æstan aðdáanda (myndskeið)

Ronaldo fagnaði í gærkvöldi.
Ronaldo fagnaði í gærkvöldi. AFP

Portúgalski „Íslandsvinurinn“ Cristiano Ronaldo forðaðist faðmlag frá ókunnugum aðdáanda þegar Portúgal og Pólland áttust við í 8-liða úrslitum EM í knattspyrnu í gær. Portúgal hafði betur eftir vítaspyrnukeppni en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var jöfn, 1:1.

Ronaldo hafði hægt um sig í leiknum en sýndi afar lipra takta þegar áhorfandi komst inn á völlinn og ætlaði að faðma þann portúgalska. Ronaldo stökk hins vegar til hliðar, forðaðist faðmlagið og hópur öryggisvarða yfirbugaði áhorfandann.

Portúgal er komið í undanúrslit EM þar sem þeir mæta annað hvort Wales eða Belgíu á miðvikudaginn. Athygli vekur að Portúgal er komið svona langt í keppninni án þess að hafa unnið leik í venjulegum leiktíma.

Myndskeið af Ronaldo að „stökkva“ frá faðmlaginu má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin