Hræðast ekki drauminn

Chris Coleman var sáttur með sína menn í leikslok.
Chris Coleman var sáttur með sína menn í leikslok. AFP

Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins í knattspyrnu, var í skýjunum með 3:1-sigur liðsins á Belgíu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Lille í kvöld en liðið mætir Portúgal í undanúrslitum mótsins.

Velska landsliðið sýndi hetjulega baráttu gegn Belgum. Radja Nainggolan gaf velska liðinu kjaftshögg í byrjun leiks er hann skoraði með þrumufleyg fyrir utan teig en leikmenn velska liðsins gáfu allt í þetta og jöfnuðu metin eftir tæplega hálftíma leik.

Ashley Williams var þar að verki með skalla eftir hornspyrnu en Hal Robson-Kanu kom svo liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiks áður en Sam Vokes gulltryggði sigurinn undir lokin. Þetta er fyrsta stórmótið sem Wales tekur þátt í en Coleman hrósar leikmönnum sínum í hástert.

„Ekki vera hræddur við að eiga drauma. Fyrir fjórum árum var ég eins langt frá þessu og möguleiki er á. Sjáið hvað er að gerast núna,“ sagði Coleman.

„Ef þú leggur nógu hart að þér og ert ekki hræddur við að eiga drauma eða hræddur við að gera mistök þá gerist þetta. Það gera allir mistök. Ég hef átt fleiri mistök á mínum ferli en afrek en ég er ekki hræddur við að gera mistök. Við eigum þetta fyllilega skilið,“ sagði hann að lokum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin