Landsliðsferðir voru eins og steggjapartý

Leikmenn Wales fagna.
Leikmenn Wales fagna. AFP

Fyrrverandi knattspyrnukappinn Robbie Savage segir að margt hafi breyst til batnaðar hjá landsliði Wales síðan hann lék með liðinu á árunum 1995 - 2004.

Hann segir að tíminn þegar leikmenn komu saman vegna landsliðsverkefna hafi frekar minnt á steggjapartý heldur en knattspyrnuverkefni. „Þegar þú hittir landsliðsfélagana þá var það eins og steggjapartý fyrstu tvo til þrjá dagana,“ skrifaði Savage í pistli í Mirror.

„Í eitt skiptið reyndi þjálfarinn að taka fyrirliðabandið af einum leikmanni og gefa öðrum það. Hvorugur vissi af því og fyrirliðinn neitaði að láta bandið af hendi!“ bætti Savage við en nú er öldin önnur. Landslið Wales stendur sig frábærlega en það mætir Belgíu í 8-liða úrslitum EM í kvöld.

„Við erum eina þjóðin frá bresku eyjunum sem er enn á meðal þátttökuþjóða á EM. Það hlær enginn að okkur núna.“

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin