Sendir landsliðinu kveðju

Íslenska landsliðið hefur gert magnaða hluti á Evrópumótinu í Frakklandi.
Íslenska landsliðið hefur gert magnaða hluti á Evrópumótinu í Frakklandi. AFP

Andrea Abodi, forseti ítölsku B-deildarinnar í knattspyrnu, er afar áhugasamur um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu eins og svo margir aðrir, en hann sendir liðinu baráttukveðjur.

Þrír leikmenn íslenska landsliðsins hafa leikið í B-deildinni á Ítalíu en það eru þeir Birkir Bjarnason, Emil Hallfreðsson og Hörður Björgvin Magnússon.

Birkir lék með Pescara í B-deildinni áður en hann samdi við Basel fyrir síðasta tímabil og þá lék Emil með Hellas Verona í B-deildinni. Hörður lék með Cesena í deildinni á síðustu leiktíð en áður lék hann með Spezia í sömu deild.

Abodi, sem var með ráðstefnu á Ítalíu í fyrradag, er heillaður af íslenska liðinu, en hann stillti sér upp á mynd með íslenska landsliðsfánanum sem er merktur Herði og treyjunúmerinu hans hjá Cesena.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin