Victor hættir við Parísarferð

Guðlaugur Victor á landsliðsæfingu.
Guðlaugur Victor á landsliðsæfingu. mbl.is/Eva Björk

Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson fer ekki til Parísar að fylgjast með leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum á EM í knattspyrnu eins og til stóð. Hann hafði fengið leyfi hjá þjálfara sínum hjá danska liðinu Esbjerg en sá var rekinn í gærkvöldi.

Victor hefur verið með annan fótinn í landsliðshópnum undanfarin misserin en kom þó ekki til greina þegar EM-hópurinn var valinn vegna meiðsla sem héldu honum frá keppni frá því í september og fram í apríl.

„Ég var búinn að bóka flug og hótel. Ég tók hins vegar ákvörðun um að fara ekki eftir að þjálfarinn var rekinn en mér finnst tímasetningin á ferðalaginu slæm vegna stöðunnar,“ sagði Victor við danska fjölmiðla.

„Það er mikilvægt að við stöndum saman á þessum tímum. Auðvitað er ég leiður að missa af leiknum en ég verð að horfa á það sem er mikilvægast. Ég verð að vera til staðar fyrir liðið mitt,“ bætti Victor við.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin