Vinna Þjóðverjar í fyrsta sinn?

Jerome Boateng og Leonardo Bonucci.
Jerome Boateng og Leonardo Bonucci. AFP

Þjóðverjar, sem ríkjandi heimsmeistarar, eru af mörgum taldir sigurstranglegastir á Evrópumótinu í knattspyrnu en þeir þurfa að komast yfir ansi erfiða hindrun ætli þeir að fara alla leið.

Þjóðverjar mæta Ítölum í átta liða úrslitunum á morgun og ekki er hægt að segja að tölfræðin sé með Þjóðverjum því þeim hefur aldrei tekist að vinna Ítali í úrslitakeppni á EM eða HM.

Liðin hafa mæst átta sinnum í úrslitakeppni þar sem Ítalir hafa unnið fjórum sinnum og fjórum sinnum hefur leikjunum lyktað með jafntefli.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin