Stoltur Íslendingur

Aron Einar Gunnarsson og Deli Alli í leik Íslands og …
Aron Einar Gunnarsson og Deli Alli í leik Íslands og Englands. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það verður stór stund hjá Aroni Einari Gunnarssyni og samherjum hans í íslenska landsliðinu þegar þeir ganga út á Stade de France, þjóðarleikvang Frakka, annað kvöld. Í húfi er sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu en íslenska liðið hefur heldur betur slegið í gegn á sínu fyrsta stórmóti, er taplaust og hefur árangur þess vakið gríðarlega athygli út um gjörvalla heimsbyggð.

Morgunblaðið settist niður með Aroni Einari í Annecy í gær en enginn efast um mikilvægi Akureyringsins í íslenska landsliðinu sem er tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir lið sitt. Aron hefur smátt og smátt spilað sig í leikform en á tímabili var staðan ekki góð hjá honum, bæði vegna meiðsla og lítils spiltíma hjá liði hans, Cardiff.

Þetta leit ekkert sérstaklega vel út hjá þér fyrir Evrópumótið. Þú spilaðir lítið með Cardiff og áttir við meiðsli að stríða. Hvernig hefur þér gengið að halda þér í standi andlega og líkamlega?

„Þetta leit ekkert allt of vel út. Ég var tæpur í ökklanum fyrir mót og æfði fótbolta ekki mikið. Ég var að synda og gera allt til að halda pumpunni gangandi og það gekk vel. En þegar maður er ekki búinn að æfa fótbolta lengi og kemur inn í leikinn þá gefa aðrir vöðvar aðeins eftir. Ég er búinn að vera tæpur í hægri nára, vinstri nára, aftan í læri og kálfa en ég hef náð einhvern veginn að komast í gegnum þessa leiki.

Sjá viðtalið við Aron í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin