Trúir ekki enn tapinu gegn Íslandi

Gary Neville hjólar um götur Chantilly í Frakklandi í sumar.
Gary Neville hjólar um götur Chantilly í Frakklandi í sumar. AFP

Englendingar eru hægt og rólega að brjóta sig úr skelinni eftir 2:1 tap liðsins gegn Íslandi í 16 liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Gary Neville, sem var í þjálfarateymi enska liðsins á mótinu, ræddi tap Englands gegn Íslandi á EM í Frakklandi við Sunday Times. 

„Mér fannst við vera á réttri leið þangað til og hafði fulla trú á því að við færum langt í keppninni. En slakur leikur í klukkutíma gegn Íslandi varð okkur að falli. Ég bjóst alls ekki við að við myndum spila svona illa í þeim leik og ég trúi því eiginlega ekki enn að við höfum tapað þessum leik,“ sagði Neville í viðtalinu.

„Satt best að segja þá veit ég ekki hvað gerðist eftir hálftíma leik gegn Íslandi. Klukkutíminn sem fylgdi þar á eftir var okkar slakasta frammistaða í um það bil tvö ár. Þá má hins vegar ekki gleyma því að Íslendingar voru frábærir í þessum leik,“ sagði Neville enn fremur.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin