Fylgdi í fótspor Gary Lineker

Jodie Taylor er hér að skora fyrsta markið sitt gegn …
Jodie Taylor er hér að skora fyrsta markið sitt gegn Skotum í kvöld. AFP

Jodie Taylor varð í kvöld fyrsti Englendingurinn til að skora þrennu á stórmóti í knattspyrnu frá því Gary Lineker afrekað það árið 1986.

Taylor, sem leikur með Arsenal, var á skotskónum þegar Englendingar burstuðu Skota á Evrópumótinu en 6:0 urðu lokatölur erkifjendanna í Utrecht í Hollandi. Þetta er stærsti sigur enska landsliðsins á stórmóti.

„Við erum á góðu skriði og höfum verið í góðu formi um nokkurt skeið. Við undirbjuggum okkur vel fyrir mótið og þetta er virkilega samstilltur og góður hópur. Ég er svo glöð að hafa náð þremur stigum í kvöld,“ sagði Taylor eftir leikinn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin