Átti erfitt með að panta pizzu

Sigurður Jónsson og Fanney Pétursdóttir, foreldrar landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttur, eru í fjölmennum hópi íslenskra stuðningsmanna á EM í Hollandi.

Vel lá á þeim hjónum í Doetinchem í dag fyrir leikinn við Sviss kl. 16. Þau eru í tíu manna hópi sem styður sérstaklega við bakið á Ingibjörgu, sem spilaði sína fyrstu landsleiki í júní en náði með því að stimpla sig inn í byrjunarliðið fyrir fyrsta leik EM, gegn Frökkum. Fanney baðst reyndar undan viðtali en Sigurður, sem er skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni í Grindavík, ræddi við mbl.is.

Foreldrarnir eru vitaskuld afar stoltir af Ingibjörgu sem Sigurður segir alltaf hafa notið sín innan vallar, hvort sem er í fótbolta eða körfubolta, og að gaman sé að sjá hve opin og málglöð hún sé orðin í viðtölum við fjölmiðla í ljósi þess að hún hafi átt erfitt með að panta pítsu sjálf fyrir nokkrum árum!

„Hún var ekki svona því fyrir einhverjum árum síðan þegar hún fór til Reykjavíkur frá Gindavík var erfitt fyrir hana að panta pizzu. En hún er að skólast til.“

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin