Komum kolklikkaðar í síðasta leikinn

Sara Björk í baráttu við Cinzia Zehnder í dag.
Sara Björk í baráttu við Cinzia Zehnder í dag. AFP

„Við áttum að fá meira út úr þessum leik. Aftur skiljum við aftur allt eftir á vellinum en þetta fellur einhvern veginn ekki með okkur. Það er erfitt að kyngja þessu og við höfum átt meira skilið úr þessum tveimur leikjum þar sem við höfum sýnt hversu góðar við erum,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu við RÚV, eftir 2:1 tap gegn Sviss á EM í Hollandi.

„Við komum kolklikkaðar í síðasta leikinn,“ sagði Sara og hélt síðan áfram.„Við ætlum að vinna þennan síðasta leik. Sama hvað,“ sagði Sara ákveðin.

Ísland á enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit en þarf að treysta á að Frakkar vinni sína tvo leiki við Austurríki og Sviss. Þá mun tveggja marka sigur á Austurríki í lokaumferðinni duga Íslandi áfram.

Sara sagði íslenska liðið hafa gert sig seka um kæruleysi í mörkunum sem liðið fékk á sig og þegar við lið á borð við Sviss er að etja er það ekki í boði. 

Sara var hins vegar ekki ánægð með þær svissnesku. „Þær eru niðri allan leikinn og mér fannst dómarinn getað haldið leiknum meira gangandi. Óþarflega mikið af aukaspyrnum,“ sagði Sara. 

„Maður þarf að hrista þetta sér. Þetta þarf að fara í kvöld. Á morgun er nýr dagur, við byrjum endurheimt og hefjum undirbúning fyrir næsta leik,“ sagði Sara Björk við RÚV.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin