Litla Ísland á ekki að komast upp með neitt

Hallbera fær hér væna byltu í leik gegn Frökkum í …
Hallbera fær hér væna byltu í leik gegn Frökkum í 1. umferðinni. AFP

„Það er ekki uppgjafartónn en auðvitað er andrúmsloftið þungt fyrstu mínúturnar eftir leik. Fólk er frekar niðurlútt,” sagði Hallbera Guðný Gísladóttir leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 2:1 tap liðsins gegn Sviss á EM í knattspyrnu.

Þrátt fyrir þungt andrúmsloftið eru möguleikar á að komast í 8-liða úrslit enn fyrir hendi. Frakkland þarf að vinna bæði Austurríki og Sviss og Ísland þarf þá að vinna Austurríki með tveggja marka mun í lokaumferðinni.

„Síðan fengum við bara góða peppræðu. Við vitum að það er tölfræðilegur möguleiki ennþá. Á meðan það er von þá ætlum við að berjast. Auðvitað er voða freistandi að leggjast á koddann og grenja en það er bara ekki hægt eins og staðan er núna,“ sagði Hallbera við mbl.is eftir leik.

Dómari leiksins, Anastasia Pustovoitova, flautaði oft og tíðum ansi oft í flautu sína og leikurinn fékk ekki að fljóta mikið, sér í lagi undir lok leiksins, og það fór í taugarnar á íslensku leikmönnunum, en það bar aðeins á því í umræðunni fyrir leikinn að þeir væru grófir.

„Maður fær það á tilfinninguna að það hafi verið fyrirfram ákveðið að það ætti ekki leyfa okkur að komast upp með neitt. Það er auðvitað ótrúlega svekkjandi. Það er okkar styrkleiki að vera fastar fyrir án þess að vera að brjóta á, en þegar maður sér leikmenn hins liðsins vera að væla í dómaranum í hálfleik og stanslaust allan fyrri hálfleikinn þá tekur það auðvitað á taugarnar. Þessi flautukonsert sem var þarna í lok leiks var náttúrlega fáránlegur,“ sagði Hallbera.

„Öll vafaatriði falla með hinum liðunum. Litla Ísland á einhvern veginn ekki að komast upp með neitt. Þetta er auðvitað bara hundsvekkjandi. En á móti fáum við á okkur tvö mörk þar sem við eigum að gera betur. Það er náttúrlega bara það sem skilur liðin að. Það er ekki dómarinn sem kom okkur í þá stöðu,“ sagði Hallbera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin