Ótrúlegt að hún hafi fengið að klára

Dagný Brynjarsdóttir fékk takkana á skóm Löru Dickenmann í síðuna. …
Dagný Brynjarsdóttir fékk takkana á skóm Löru Dickenmann í síðuna. Búið var að búa um meiðslin þegar hún hitti mbl.is en hluti takkafaranna sést þó. mbl.is/Sindri

„Ég ætlaði bara að taka boltann og svo lá ég í jörðinni með takkafar á öllum rifbeinunum,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir um brot Löru Dickenmann í leik Íslands við Sviss á EM í kvöld, sem verðskuldaði að öllum líkindum rautt spjald.

Dickenmann fór með takkana á undan sér í kvið Dagnýjar strax á 7. mínútu leiksins en fékk aðeins gult spjald fyrir:

„Ég sá náttúrulega ekki atvikið en miðað við takkafarið var þetta rautt spjald. Hún braut svo á Fríðu á 80. og eitthvað mínútu, og það er ótrúlegt að hún hafi fengið að klára leikinn. Það sýnir samt kannski hvernig dómarinn leyfði leiknum að ganga,“ sagði Dagný og vísaði til brots Dickenmann á Hólmfríði Magnúsdóttur. Mun fleira í frammistöðu hinnar rússnesku Anastasiu Pustovoitovu angraði Dagnýju:

„Mér finnst lélegt að væla yfir dómgæslunni en allir sem sáu þennan leik sáu örugglega að hún var hrikaleg. Hún dæmdi á ótrúlegustu hluti. Þetta er svekkjandi þegar maður er kominn á svona stórt mót. Auðvitað vill maður fá betri dómgæslu en við höfum fengið í báðum leikjunum. Það er alla vega einn leikur eftir og vonandi sendir UEFA okkur almennilegt dómaratríó í næsta leik,“ sagði Dagný.

Ísland tapaði leiknum 2:1 en hvað fannst Dagnýju um frammistöðu liðsins í leiknum:

Dagný Brynjarsdóttir sækir að Löru Dickenmann í leiknum í kvöld.
Dagný Brynjarsdóttir sækir að Löru Dickenmann í leiknum í kvöld. AFP

„Ég er ekki búin að hugsa mikið um leikinn og vil horfa á hann aftur og átta mig betur á honum. Við eigum eftir að fara vel yfir hvað við þurfum að laga og hvað við gerðum vel. Við náðum að halda boltanum aðeins betur en gegn Frökkum, en ég hefði persónulega viljað að við gerðum það meira og létum boltann ganga á milli kantanna, fengjum hann í fætur og reyndum að stinga á milli varnarmannanna. Við vorum nefnilega fljótari en þær sóknarlega. En við þurfum að fara betur yfir þetta,“ sagði Dagný.

Dagný átti magnaða sendingu í marki Íslands, sem Fanndís Friðriksdóttir skoraði: „Ég fékk boltann á miðjunni, náði að snúa og heyrði í Fanndísi kominni í gegn. Þá sendi ég hann bara enda er hún snögg og góð í að klára færin sín. Hún átti frábært hlaup og ég sendi bara á hana,“ sagði Dagný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin