Svíar jöfnuðu á lokasekúndunum

Það var hart barist í kvöld. Johan Jakobsson er hér …
Það var hart barist í kvöld. Johan Jakobsson er hér í baráttunni. AFP

Svíar og Rússar gerðu jafntefli í millriðli 2 á EM í Póllandi í kvöld, en lokatölur urðu 28:28.

Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu en í fyrri hálfleik náðu Rússar mest þriggja marka forystu, sem Svíar náðu síðan að saxa niður. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 15:15.

Liðin skiptust á að taka forystuna í síðari hálfleik en þegar mínúta var eftir voru Rússar með tveggja marka forystu. Þegar átta sekúndur voru eftir af leiknum reyndist Johan Jakobsson hetja Svía er hann jafnaði metin og lokatölur því 28:28.

Þetta var fyrsta stig Svía í milliriðlinum en liðið er í 5. sæti með 1 stig á meðan Rússar eru með 3 stig í 4. sætinu.

Jakobsson var atkvæðamestur í leiknum með 9 mörk úr 11 skotum. Næstur kom Timur Dibiriov með 7 mörk úr 10 skotum.

Rússar mæta Þjóðverjum í næsta leik á meðan Svíar mæta Dönum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert