Liverpool vann góðan sigur á Tottenham, 3:0, í fyrsta leik dagsins í ensku knattspyrnunni sem var að ljúka á Anfield. Þar með rétti Liverpool heldur stöðu sína í úrvalsdeildinni en liðið er nú komið í fimmta sætið með 10 stig. Tottenham er í 16. sætinu með aðeins 4 stig.
Ekkert mark var skorað fyrr en um miðjan síðari hálfleik en þá skoraði Chilebúinn Mark Gonzalez sitt fyrsta deildamark fyrir Liverpool. Hann fylgdi á eftir þegar Craig Bellamy skaut í stöng úr sannkölluðu dauðafæri. Dirk Kuyt skoraði annað markið á 73. mínútu með hörkuskoti eftir sendingu frá Luis Garcia og í lokin innsiglaði John Arne Riise sigurinn með miklum þrumufleyg af 30 metra færi, 3:0.
Sjá einnig