Bikarvörn Liverpool hefst gegn Arsenal

Justin Hoyte og Thierry Henry verða í eldínunni með Arsenal …
Justin Hoyte og Thierry Henry verða í eldínunni með Arsenal gegn Liverpool á morgun. Reuters

Stórleikurinn í 3. umferð ensku bikarkeppninnar verður án efa slagur Liverpool og Arsenal sem mætast á Anfield klukkan 17.15 á morgun. Þarna mætast liðin sem hafa hampað bikarnum undanfarin tvö ár. Liverpool á titil að verja eftir að hafa lagt West Ham að velli í dramtatískum úrslitaleik í fyrra og Arsenal hafði betur í úrslitaleik gegn Manchester United 2005.

Nokkuð er um forföll í liði Arsenal. Robin Van Persie og Cesc Febregas taka út leikmann og þeir William Gallas, Emmanuel Adebayor, Theo Walcott, Fredrik Ljungberg og Abou Diaby eru allir á sjúkralistanum.

Craig Bellamy framherji Liverpool hefur náð sér af meiðslum og er klár í slaginn en þeir Mohamed Sissoko, Harry Kewell og Bolo Zenden eru allir frá vegna meiðsla.

Liðin hafa mæst einu sinni á tímabilinu. Í nóvember öttu liðin kappi í úrvalsdeildinni á Emirates Stadium þar sem Arsenal vann öruggan sigur, 3:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka