Forráðamenn Sheffield United hafa áfrýjað til hæstaréttar úrskurði sérstaks dómstóls frá því í gær sem vísaði frá kæru Sheffield United á hendur West Ham. Sheffield United fór fram á að stig yrðu dæmd af West Ham en félagið taldi að West Ham hefði gerst brotlegt við reglur þegar félagið festi kaup á argentísku leikmönnunum Carlos Tévez og Javier Mascherano á síðustu leiktíð.
Dómstóllinn sem úrskurðaði í kærumálinu í gær var skipaður þremur mönnum og fyrir honum fór fyrrum hæstaréttardómari, Sir Philip Otten.