Robben á leið til Real Madrid?

Arjen Robben er sennilega á leið til Real Madrid eftir …
Arjen Robben er sennilega á leið til Real Madrid eftir allt saman. Reuters

Þrátt fyrir yfirlýsingar Jose Mourinho, stjóra Chelsea, við blaðamenn í morgun virðist Arjen Robben vera á leið til Real Madrid. Sagt er frá því að Robben hafi náð samkomulagi við Real Madrid um kaup og kjör og fari til Madridar á föstudaginn þar sem hann skrifi undir fimm ára samning. Félögin tvö eiga enn eftir að ná endanlegu samkomulagi en talið er að leikmaðurinn verði seldur á 12-15 milljónir punda.

Robben á tvö ár eftir af samning sínum við Chelsea en viðræður um nýjan samning hafa siglt í strand. Koma Florent Malouda til félagsins setti framtíð Robben í mikla óvissu og nú virðist sem að tími hans hjá félaginu sé senn á enda.

Talið er að eftirmaður Robben hjá Chelsea verði annar Hollendingur, hinn 20 ára Royston Drenthe vinstri kantmaður Feyenoord sem metinn á 7 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert