Portsmouth bar sigur úr býtum í Asíubikarkeppninni þegar liðið sigraði Liverpool í úrslitaleik í Hong Kong í dag. Staðan eftir 90 mínútur var jöfn, 0:0, en í vítaspyrnukeppninni hafði Portsmouth betur, 4:2, og skoraði Hermann Hreiðarsson eitt af mörkum liðsins en hann kom inná í síðari hálfleik og lék 10 síðustu mínúturnar.
Steven Gerrard og Dirk Kuyt skoruðu úr vítaspyrnum sínum fyrir Liverpool en David James markvörður Portsmouth varði spyrnur frá nýju mönnunum, Fernando Torres og Yossi Benayoun.
John Utaka misnotaði vítaspyrnu sína fyrir Portsmouth, skaut framhjá, þeir Matthew Taylor, LuaLua, Hermann Hreiðarsson og Niko Kranjcar nýttu spyrnur sínar.