Hleb úr leik næstu þrjár vikurnar

Aleksandr Hleb verður fjarri góðu gamni á morgun.
Aleksandr Hleb verður fjarri góðu gamni á morgun. Reuters

Aleksandr Hleb, leikmaður Arsenal, leikur ekki með liði sínu næstu þrjár vikurnar. Hann tognaði aftan í læri í leik með Hvít-Rússum gegn Hollendingum í undankeppni EM í knattspyrnu í fyrrakvöld.

Þetta er áfall fyrir Arsenal, sem er efst í ensku úrvalsdeildinni, því Hleb hefur leikið mjög vel með liðinu það sem af er þessu keppnistímabili. Þetta þýðir að hann verður að óbreyttu ekki með Arsenal í tveimur síðustu leikjunum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu ásamt næstu deildaleikjum en Arsenal mætir Wigan í úrvalsdeildinni á morgun.

Þar með er Wenger í vandræðum með miðjuna hjá sér fyrir leikinn gegn Wigan því Mathieu Flamini og Abou Diaby eru líka meiddir, Cesc Fabregas tekur út leikbann og Gilberto er að koma úr löngu ferðalagi frá Brasilíu í dag og ekki talinn leikfær.

„Enn einu sinni missum við leikmann í meiðsli í landsleikjahléi," sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal á vef félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka