Stjórnarskipti verða hjá Íslendingaliðinu West Ham í dag. Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi liðsins, mun taka við stjórnarformennsku hjá félaginu en hann hefur keypt 5% hlut Eggerts Magnússonar.
Samkvæmt heimildum mbl.is mun Eggert hætta störfum hjá West Ham og hugsanlega taka við starfi hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, en Michel Platini, forseti UEFA, mun hafa lýst yfir áhuga á að fá Eggert til starfa, samkvæmt sömu heimildum.