Chelsea og Aston Villa áfrýja

Phil Dowd rekur Zat Knight varnarmann Aston Villa að velli …
Phil Dowd rekur Zat Knight varnarmann Aston Villa að velli í leik Chelsea og Aston Villa í gær. Reuters

Bæði Chelsea og Aston Villa hafa áfrýjað til aganefndar enska knattspyrnusambandsins rauðum spjöldum sem leikmenn úr þeirra röðum fengu að líta á í mögnuðum leik Chelsea og Aston Villa í gær.

Chelsea hefur áfrýjað brottvísun Ashley Cole en hann var sendur að velli undir lok leiksins. Phil Dowd dómari taldi að Cole hefði varið boltann með hendi á línu og dæmdi vítaspyrnu og rak Cole að velli. Cole segir að boltinn hafi ekki farið í höndina og mótmælti brottrekstrinum í gær kröftuglega.

Þá hafa forráðamenn Aston Villa áfrýjað úrskurði Dowd sem rak Zat Knight að velli undir lok fyrri hálfleiks eftir viðskipti við Michael Ballack í vítateignu. Dowd dæmdi vítaspyrnu og rak varnamanninn af velli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert