Þrátt fyrir misjafnt gengi Liverpool síðustu vikurnar er Rafael Benítez, knattspyrnustjóri þess, alveg viss í sinni sök og segir að félagið verði það ofarlega í deildinni að það fái sæti í Evrópukeppninni.
Liverpool tapaði í gærkvöldi fyrir West Ham og hafði þar á undan gert fjögur jafntefli í röð. Liðið er nú í sjöunda sæti deildarinnar og hefur þokast niður á við síðustu vikurnar.
Eftir leikinn í gær var hann spurður hvort hann hefði enn trú á að félagið kæmist í Evrópukeppnina. Það stóð ekki á svarinu: „Já, í Meistaradeildina. Það er hægt bæta sig alveg helling miðað við hvernig við höfum leikið og það ætlum við að gera.“